INNLENDAR FRÉTTIR 102
Um 750 milljónir heimsækja Evrópu á
Á meðan mikill fjöldi hefur atvinnu af
að taka á móti ferðamönnum og selja
þeim afþreyingu, næringu eða annan
varning þykir öðrum nóg um. Íbúar
vinsælustu ferðamannastaðanna í Evrópu
hafa sumir fengið sig fullsadda af
þessum iðnaði, þar sem aðrir heimamenn
virðast hvergi í augsýn og fjölmennir
hópar ferðamanna eru á rölti hvert
sem augað eygir.Í sjónvarpsfréttum
í gær heyrðum við í Dönum og Norðmönnum
sem sögðust orðnir langþreyttir á
miklum fjölda ferðamanna sem heimamenn
segja leggja undir sig heilu
bæina.Danska ríkisútvarpið, DR, fjallar
í vikunni um marga anga þessa máls, um
ferðamannastaðina sem eru svo vinsælir
að mörgum þykir nóg um. Í umfjöllun í
dag taka þau saman upplýsingar um til
hvaða ráðstafana hefur verið gripið á