INNLENDAR FRÉTTIR 102
Varasamt að þvinga Úkraínumenn til
Utanríkismálastjóri Evrópusambandsins
segir varasamt að þvinga Úkraínumenn
til að láta af hendi landsvæði til að
tryggja frið í landinu. Donald
Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt
að líklega þurfi Úkraínumenn að afhenda
Rússum að minnsta kosti hluta þess
landsvæðis sem þeir hafa hernumið til
að binda enda á innrásarstríðið.Kaja
Kallas, utanríkismálastjóri ESB, sagði
í viðtali við BBC að slíkt fyrirkomulag
væri gildra Pútíns Rússlandsforseta,
sem ætti fyrir alla muni að forðast að
falla í.ESB undirbýr frekari
refsiaðgerðirHún sagði Pútín hafa
fengið allt sem hann vildi á fundi
sínum með Trump í síðustu viku. Helsta
markmið hans hefði verið að forðast
frekari refsiaðgerðir frá
Bandaríkjunum, og það hefði tekist.