INNLENDAR FRÉTTIR 102
Hlýjast á Norðausturlandi vætusam
Dálítil væta fylgir suðlægri vindátt í
dag og bætir í rigningu síðdegis, fyrst
suðvestantil og einnig norðaustanlands
í kvöld. Hiti verður 11 til 20 stig,
hlýjast á Norðausturlandi.Vindáttin
þýðir að gas frá eldgosinu gæti
borist yfir Voga og inn á Faxaflóa í
dag. Gasmengun í byggð mældist
ekki mikil í nótt en gosmóða
mældist víða á Suðurlandi í
gærkvöld.Á morgun gera spár ráð
fyrir suðvestanátt, 5 til 10 metrum
á sekúndu. Skúrir í flestum landshlutum
en léttir til á austanverðu landinu.
Hiti breytist lítið.Vætusamt og hvasst
um helginaÁ fimmtudag verður
vestlæg átt, 5 til 10 metrar á sekúndu,
og áfram skúrir en dregur hægt úr
vætu eftir hádegi. Hiti 12 til 17
stig. Á föstudag er útlit fyrir