INNLENDAR FRÉTTIR 102
Hlaup í Hvítá líklega í rénun
Dregið hefur hægt og rólega úr rennsli
og vatnshæð í Hvítá í dag.Elísabet
Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur
hjá Veðurstofu Íslands, segir
líklegt að jökulhlaupið úr
Hafrafellslóni sé í rénun miðað við
þróunina í dag.Vatnshæð og rennsli er
þó enn yfir meðallagi og því ekki
tímabært að lýsa yfir lokum hlaupsins
sem hófst á föstudag. Vatnshæð
árinnar er nú 270 sentímetrar. Hún fór
hæst í rúmlega 400 sentímetra
í nótt.Elísabet segir hlaupvatn
enn skila sér úr lóninu í ána og
búast megi við því í nokkra daga
til viðbótar.Hvítá, kolmórauð
vegna jökulhlaupsins.RÚV / Gréta
HREYFILL TAXI, SÍMI: 5 88 55 22