INNLENDAR FRÉTTIR 102
Macron hvatti Xi til samstarf um fr
Frakklands hvatti forseta Kína, Xi
Jinping, til að leggja sitt af mörkum
til að friður náist í Úkraínu. Macron
er í opinberri heimsókn í Kína í
fjórða sinn á embættistíð sinni, einkum
í þeim tilgangi að ræða stríðið og ýmis
ágreiningsefni milli landanna.Kínverjar
hafa lýst sig hlutlausa í stríðinu en
stjórnvöld þar hafa verið gagnrýnd
fyrir að fordæma ekki innrás Rússa í
Úkraínu í febrúar 2022. Þau hafa
jafnframt verið sökuð um að aðstoða
Rússa í stríðsrekstrinum, bæði
efnahagslega og með vopnum."Við verðum
að halda áfram að vinna að friði
og stöðugleika í heiminum, í Úkraínu og
á öðrum stöðum þar sem stríð geisa,
sagði Macron við Xi. "Samstarfsgeta
okkar skiptir sköpum. Ég vona að