Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
   INNLENDAR FRÉTTIR 102      
                  19/5 
 Íhuga framlengingu vopnahléssamning  
 Uppreisnarmenn Húta í Jemen íhuga nú  
 hvort þeir séu tilbúnir að framlengja 
 vopnahléssamning þann sem Sameinuðu  
 þjóðirnar komu á við stjórnvöld í   
 landinu. Samningurinn tók gildi í   
 byrjun apríl og var ætlað að gilda í  
 tvo mánuði eða til 2. júní.Frá því var 
 greint á Saba, fréttastöð Húta, að   
 æðsta stjórnmálaráð þeirra hygðist   
 gaumgæfa beiðni um áframhaldandi    
 vopnahlé. Hans Grundberg, sérlegur   
 sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna í   
 Jemen, kvaðst í gær hafa lagt að    
 stríðandi fylkingum landsins að leggja 
 af ágreining og tryggja vopnahlé áfram.
 Grundberg sagði jafnframt að þegar   
 mætti sjá jákvæð áhrif griðasamningsins
 á hversdagslíf margra Jemena. Hann   
 lýsti þó áhyggjum af tíðindum af    
 vopnaviðskiptum sem hefðu kostað    
Velja síðu: