Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
     INNLENDAR FRÉTTIR 102           
                                   7/12 
 Vona að ferðamenn komi í forna borg    
 Palmyra er í eyðimörk norðaustur       
 af höfuðborg Sýrlands, Damaskus.       
 Hún var ein mesta menningarborg heims  
 á fyrstu og annarri öld og er          
 á heimsminjaskrá                       
 UNESCO, Menningarmálastofnunar         
 Sameinuðu þjóðanna. Hluti borgarinnar  
 var eyðilagður í borgarastríðinu       
 sem stóð þar til fyrir ári þegar       
 Assad forseta var steypt af stóli.     
 Síðan hafa borist fregnir              
 af ofbeldisverkum vígasveita,          
 meðal annars á vegum                   
 stjórnvalda.Mohammad Bahaa,            
 leiðsögumaður í borginni, segir fáa    
 ferðamenn koma þangað. Ferðamaður frá  
 Tékklandi segir mörg þeirra húsa sem   
 hann hafi séð vera í rúst. Hann segir  
 ferðalagið til Sýrlands vera áhugavert 
 en dapurlegt.                          
Velja síðu: