INNLENDAR FRÉTTIR 102
ICE-liðar hótuðu ítölskum fréttamön
Fréttamenn ítalska ríkissjónvarpsins,
RAI, urðu fyrir hótunum af hálfu
ICE-liða þegar þeir fylgdust með
störfum þeirra í Minneapolis á
laugardag. Hótunin náðist á
myndskeið.Fréttamennirnir höfðu verið
að fylgjast með tveimur bílum á vegum
ICE. ICE-liðarnir lokuðu bíl
fréttamannanna milli þessara tveggja
bíla í þröngri götu. Tveir ICE-liðar
komu að bílnum. Fréttamennirnir neituðu
að skrúfa rúðuna niður, ítrekuðu
að þeir ynnu hjá fjölmiðli og
sögðust ekki hafa gert neitt
rangt. ICE-liðarnir hótuðu því að
ef fréttamennirnir héldu áfram að
elta þá myndu þeir brjóta rúðu
bílsins og fjarlægja fréttamennina
úr honum.Þetta gerðist sama dag og Alex
Pretti var skotinn til bana