INNLENDAR FRÉTTIR 102
Fólk á að treysta ónotatilfinningun
Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi
segir ekki koma á óvart að fólk verði
fyrir barðinu á ágengum sölumönnum
sumra vátryggingamiðlana, sem suði
í fólki þar til það láti undan
og skrifi undir samninga sem geti verið
flóknir og jafnvel óhagstæðir.Kveikur
fjallaði í síðustu viku um
viðskiptahætti vátryggingamiðlana. Þar
kom fram að fyrirtæki séu með ýtið
starfsfólk sem bjóði viðskiptavinum
flókna samninga og fái háar þóknanir
á kostnað þeirra. Björn sagði
í Kastljósi í kvöld að fólk yrði
að muna að það væri í lagi að segja nei
við sölumenn. Það væri misjafnt hvað
hentaði hverjum og einum og mikilvægt
að vera upplýstur áður en skrifað væri
undir."Mér finnst í góðu lagi að fólk
ákveði að treysta ónotatilfinningu sem