Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
     INNLENDAR FRÉTTIR 102           
                                   26/7 
 Greiða allt að helming af kostnaði     
 Orkustofnun ætlar að styrkja fólk sem  
 hyggst kaupa sér sólarsellur. Stofnunin
 greiðir allt að helming af             
 tækjakostnaðinum. Umsóknarferlið hófst 
 í lok júní og hægt er að sækja um til  
 1. ágúst.Í forgangi við úthlutun eru   
 notendur utan samveitna, á             
 dreifbýlistaxta og á rafhituðu svæði.  
 Hver sem er getur þó sótt um.Eyrún     
 Gígja Káradóttir er verkefnastjóri     
 Orkuseturs Orkustofnunar. Hún segir að 
 fjöldi umsókna hafi þegar borist."Þetta
 er samkeppnissjóður, takmarkað fjármagn
 sem við höfðum til að spila úr,  segir 
 hún.Vanalega tengjast styrkir frá      
 Orkustofnun lögheimili, til að mynda   
 þegar rafmagn til húshitunar           
 er niðurgreitt. Eyrún segir            
 að stofnunin hafi viljað               
 hafa sólarsellustyrkina opnari.        
Velja síðu: