INNLENDAR FRÉTTIR 102
Jólaveðrið hvasst og blautt með gul
Sunnan hvassviðri eða stormur gengur
yfir stóran hluta landsins í dag,
aðfangadag jóla. Hvassast verður
norðanvert á landinu. Í hugleiðingum
veðurfræðings á Veðurstofu Íslandssegir
að spáð sé talsverðri eða mikilli
rigningu á sunnan- og vestanverðu
appelsínugular veðurviðvaranir eru í
gildi fyrir stærstan hluta landsins
og Veðurstofan hvetur fólk til að
sýna varkárni og fylgjast með
veðurspám. Veðurstofan varar við að
lausamunir geti fokið, flóðum,
skriðuföllum og auknu álagi á
fráveitukerfi. Víða getur skapast hætta
fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn
vind. Vegagerðin hvetur vegfarendur
til að gæta varkárni í ljósi
þeirrar miklu rigningar og hlýinda sem