INNLENDAR FRÉTTIR 102
Vélfagsmálið og þvingunaraðgerðir g
Utanríkisráðuneytið segist fylgjast með
að íslensk fyrirtæki flytji ekki út
vörur til Rússlands sem þau mega ekki
flytja út vegna viðskiptaþvingana sem
eru í gildi vegna stríðsins í
Úkraínu. Ráðuneytið segist ekki hafa
haft spurnir af að íslensk
fyrirtæki hafi flutt út vörur
fyrir hergagnaiðnað í Rússlandi eða
að útflutningsbann hafi verið
brotið með öðrum hætti.Frá því
að innrásarstríðið í Úkraínu
hófst hefur ráðuneytið reglulega
frá tollgæslusviði Skattsins
varðandi útflutning á hátæknivörum
og útflutningi til ríkja sem
Rússar hafa nýtt til þess að
sniðganga útflutningsbönn.Þetta kemur
fram í svörum frá ráðuneytinu