INNLENDAR FRÉTTIR 102
Hættur eftir rúmlega 40 ára starf
Kristján Vilhelmsson lætur af störfum
hjá Samherja um næstu mánaðamót. Hann
hefur verið framkvæmdastjóri
útgerðarsviðs fyrirtækisins.Kristján
keypti grindvíska útgerðarfélagið
Samherja ásamt Þorsteini, bróður sínum,
og Þorsteini Má Baldvinssyni,
frænda þeirra, 1983. Þá átti
fyrirtækið togarann Guðstein GK. Þeir
fluttu starfsemina til Akureyrar og
byggðu hana upp. Í dag starfa um 800
manns hjá fyrirtækinu sem gerir út
og nótaskip.Tilkynnt var um
starfslok Kristjáns á vef Samherja í
dag. Þar kemur fram að hann hafi
greint stjórn frá ákvörðun sinni fyrr
nánasta samstarfsfólki í dag.