Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
   INNLENDAR FRÉTTIR 102      
                  18/5 
 Óvenjuleg skjálftavirkni undan Jökl  
 Óvenjuleg og áhugaverð skjálftavirkni 
 hefur greinst í hafinu vesturundan   
 Snæfellsjökli. Kristín Jónsdóttir   
 hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofunni,
 vekur athygli á þessu á Twitter.Hún  
 segir að þótt Veðurstofan fylgist   
 grannt með jarðhræringum á Reykjanesi 
 sé áríðandi að missa ekki sjónar á   
 öðrum hreyfingum í jarðskorpunni.   
 Jafnframt segir hún menn ekki minnast 
 þess að jarðhræringar hafi orðið á   
 þessum slóðum áður.          
                    
                    
                    
                    
                    
                    
                    
                    
Velja síðu: