FH skoraði fimm og skildi KA eftir
Fimmtánda umferð Bestu deildar karla í
fótbolta hófst í dag með einum leik. FH
komst þremur stigum frá fallsæti með
5-0 sigri á KA sem eftir situr í næst
neðsta sæti deildarinnar. Liðin voru
fyrir leikinn jöfn að stigum með 15
stig ásamt ÍBV.Björn Daníel
skoraði fyrstu tvö mörk FH.RÚV /
Mummi LúBjörn Daníel Sverrisson
skoraði fyrstu tvö mörkin og FH var
2-0 yfir í hálfleik. Leikur KA
hrundi svo í þeim seinni. Kjartan
Kári Halldórsson og Sigurður
Bjartur Hallsson skoruðu með
þriggja mínútna millibili um miðjan
seinni hálfleik og Kristján
Flóki Finnbogason bætti fimmta
markinu við. FH komst með sigrinum upp
í 7. sæti.Besta deild karla
Markavörðurinn er alltaf á verði 399