FJÖLDÆGRA
Á þriðjudag: Austlæg átt, 5-13 m/s, en
13-18 við suðurströndina. Rigning öðru
hvoru víða um land, en yfirleitt þurrt
norðan heiða. Hiti 12 til 20 stig. Á
miðvikudag: Suðaustlæg átt, 5-13 m/s,
hvassast syðst. Rigning suðaustanlands,
annars bjart með köflum, en víða skúrir
síðdegis. Hiti 11 til 20 stig, svalast
við austurströndina. Á fimmtudag og
föstudag: Hæg austlæg eða breytileg átt
með lítilsháttar vætu á víð og dreif og
áfram milt veður. Á laugardag:
Norðaustanátt með rigningu eða súld, en
skúrum vestantil og kólnar heldur. Á
sunnudag: Útlit fyrir norðlæga átt og
víða vætu, einkum fyrir norðan.
Spá gerð 24.08.2025 kl. 21:04