Óralangt í burtu eiga 30 ofur Grýlur
heima. Einn daginn lögðu þær af stað í
leiðangur, klæddu sig í hlýja sokka og
skrældu kartöflur í nesti. Þær fóru í
paradísargarðinn Eden og hittu þar Apa
sem sagði þeim sögur og gaf þeim banana
til að metta mallakúta. Þaðan fóru þær
á vit ævintýranna og óðu yfir eld og
brennisteina. Einn daginn á ferðalagi
þeirra viltust þær í skógi einum þar
sem laufin féllu allan ársins hring. Í
Laufskóginum stóðu þær á kossgötum og
földu sig í skýli einu þar sem prins
nokkur kom og sótti þær á gyltri
hestakerru. Og lifðu þær hamingjusamar