Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
     SKÁKFRÉTTIR       
      14. APRÍL            
 Dagur sigraði í sínum flokk í Búdapest 
 Dagur Arngrímsson (2287) vann          
 víetnamska FIDE-meistarann The Anh     
 Duong (2325) í 13. og síðustu umferð   
 AM-flokks First Saturdays-mótsins sem  
 fram fór í Búdapest í dag. Dagur hlaut 
 9,5 vinning og varð öruggur sigurvegari
 í flokknum. Með sigrinum tryggði Dagur 
 sér 13 skáka áfanga og hækkar um 48    
 stig fyrir frammistöðu sína. Alls tóku 
 13 keppendur þátt í flokknum og voru   
 meðalstig 2279 skákstig.               
 First Saturday-mótin eru skákmót sem   
 fara fram mánaðarlega í Búdapest í     
 Ungverjalandi og hefjast fyrsta        
 laugardag hvers mánaðar.               
                                        
Velja síðu: