Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
       
                  11/4 
 Fyrsti Japaninn til að vinna risamó  
 Hideki Matsuyama varð í kvöld fyrsti  
 japanski karlmaðurinn til að vinna eitt
 risamótanna í golfi þegar hann bar   
 sigur úr býtum á Masters mótinu í   
 Georgíu í Bandaríkjunum í kvöld. Hann 
 varð jafnframt fyrsti asíski      
 sigurvegari Masters mótsins. Hann fór 
 hringina fjóra á tíu höggum undir pari,
 einu höggi færra en Bandaríkjamaðurinn 
 Will Zalatoris sem varð í öðru sæti.  
 Eftir fína byrjun á fyrstu tveimur   
 hringjum mótsins náði Matsuyama góðu  
 forskoti eftir þriðja hring. Þá lék  
 hann holurnar átján á sjö höggum undir 
 pari, og var þá samanlagt á ellefu   
 höggum undir pari.           
                    
                    
                    
   Staðan- og úrslit dagsins ... 390 
Velja síðu: