Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
       
                  12/9 
 Boston í úrslit austurdeildarinnar   
 Boston Celtics tryggði sér sæti í   
 úrslitum austurdeildar NBA deildarinnar
 í körfubolta eftir æsispennandi    
 oddaleik gegn ríkjandi meisturum    
 Toronto Raptors. Denver Nuggets    
 minnkaði muninn í einvígi sínu gegn Los
 Angeles Clippers. Clippers gat tryggt 
 sér sæti í úrslitum vesturdeildarinnar,
 og stefndi allt í það lengst af. Boston
 og Toronto skiptust á að hafa forystu, 
 og munaði aðeins einu stigi fyrir   
 lokaleikhlutann. Boston reyndist svo  
 sterkara þegar á reyndi og leikur því 
 gegn Miami um sæti í úrslitaeinvígi  
 NBA. Clippers var tólf stigum yfir í  
 hálfleik, og hélt því forskot lengst af
 í þriðja leikhluta. Leikmenn Denver  
 voru hins vegar ekki reiðubúnir að fara
 strax í frí, og sneru leiknum sér í hag
   Staðan- og úrslit dagsins ... 390 
Velja síðu: