Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
            
                                   13/5 
 Kemst Dagbjartur inn á Opna bandarí    
 Dagbjartur keppti á Gateway National   
 Golf Links-vellinum í Illinois í       
 Bandaríkjunum og var þar einn af 120   
 kylfingum sem hófu keppni. Hann lék á  
 69 höggum eða á tveimur undir pari. Það
 skilaði honum í bráðabana gegn fjórum  
 öðrum kylfingum um aðeins tvö laus sæti
 á lokaúrtökumótið.Dagbjartur           
 tryggði sig áfram eftir þriggja holu   
 leik í bráðabana og náði sér þar með   
 í sæti á lokaúrtökumótinu. Það         
 verður haldið annaðhvort 19. maí eða   
 2. júní. Fyrirkomulagið þar verður     
 36 holu keppni.Tveir Íslendingar       
 munu keppa á lokastiginu því           
 Gunnlaugur Árni Sveinsson hefur þegar  
 tryggt sér þátttökurétt þar sem hann   
 er meðal 50 efstu áhugakylfinga        
 heims um þessar mundir.                
   Markavörðurinn er alltaf á verði 399 
Velja síðu: