Arnar og Rannveig urðu Íslandsmeist
Rannveig kom fyrst kvenna í mark
á tímanum 1:25:34 klst. og setti
um leið Íslandsmet í aldursflokki 50-54
ára. Akureyrarhlaupið hefur verið
haldið um langt skeið sem árlegur
viðburður en hefur undanfarin ár
jafnfram verið Íslandsmót í hálfu
maraþoni. Rannveig hljóp að þessu sinni
sitt 25. Akureyrarhlaup.Fyrstur karla
í mark var Arnar Pétursson. Hann hljóp
á 1:09:33 klst. Arnar fékk þar með einn
Íslandsmeistaratitil í vikunni, en hann
var dæmdur úr leik á fimmtudagskvöld
í Ármannshlaupinu, Íslandsmótinu í
10 km hlaupi fyrir að taka þrjú
skref utan brautar. Arnar kom þó
fyrstur í mark í því hlaupi líka, en
fékk þá að vita að hann yrði
ekki krýndur sigurvegari.
Markavörðurinn er alltaf á verði 399