"Þetta er bara eins og í draumi
"Þetta er bara draumurinn. Maður hefur
lagt inn mikla vinnu til að upplifa
þetta augnablik, þannig ég er mjög
spenntur, sagði Viktor Gísli í viðtali
við RÚV í dag um vistaskipti sín frá
Wisla Plock í Póllandi yfir til
spænska stórliðsins Barcelona í
sumar. Viktor samdi við Börsunga
til ársins 2027.Félagaskiptin hafa
þó legið í loftinu, því Viktor
hefur verið orðaður við Barcelona í
meira og minna allan vetur. "Já, þetta
er búið að vera ljóst í alveg
nokkra mánuði og það hefur verið erfitt
að halda þessu leyndu og mega
ekki segja neitt. En maður þurfti
bara að bíða eftir því að félagið
teldi réttan tímapunkt að tilkynna
þetta og það var í dag. Á Spáni
Staðan- og úrslit dagsins ... 390