Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
       
                  14/9 
 Sögulegur sigur Thiem         
 Austurríkismaðurnn Dominic Thiem vann í
 kvöld opna bandaríska meistaramótið í 
 tennis í einliðaleik karla. Það var  
 heldur betur á brattann að sækja hjá  
 honum þar sem hann tapaði fyrstu    
 tveimur settunum gegn Þjóðverjanum   
 Alexander Zverev. Fyrsta settið fór 2-6
 og annað settið 4-6 fyrir Zverev. Thiem
 varð því að skrá sig í sögubækur til  
 þess að hampa titlinum, því enginn   
 hafði unnið opna bandaríska eftir að  
 hafa lent 2-0 undir í settum í rúm 70 
 ár. Hann vann næstu tvö sett 6-4 og  
 6-3. Allt jafnt fyrir síðasta settið, 
 sem varð heldur betur spennandi. Zverev
 komst í 5-3 en Thiem tókst að jafna  
 metin í 5-5 og komst svo yfir, 6-5.  
 Zverev jafnaði, en Thiem marði sigur í 
 bráðabana.               
   Staðan- og úrslit dagsins ... 390 
Velja síðu: