Noregur valtaði yfir Svía
Noregur og Svíþjóð mættust
í milliriðlum á HM kvenna í handbolta í
kvöld. Mikil eftirvænting var eftir
leiknum því liðin eru sterk og auðvitað
nágrannaþjóðir. Óhætt er að segja að
Norðmenn hafi haft yfirhöndina allt frá
byrjun. Jafnt var í stöðunni 3-3 en svo
rauk Noregur fram úr. Norska
liðið skoraði 24 mörk í fyrri hálfleik
á móti ellefu mörkum Svía.
Fyrri hálfleikur Norðmanna skilaði
þeim sigri en lokatölur urðu 39-26
fyrir Noreg.Katrine Lunde,
markvörður Noregs, var valin maður
leiksins, hún spilaði fyrri hálfleik
og lokaði markinu.EPA / Frank CiliusVon
Svíþjóðar um sæti í átta liða úrslitum
er úti eftir tapið.Norðmenn eru nú í
fyrsta sinn án Þóris Hergeirssonar.
Markavörðurinn er alltaf á verði 399