Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
       
                  21/5 
 Hvorki Rashford né Henderson í ensk  
 Gareth Southgate,           
 landsliðsþjálfari Englands í fótbolta, 
 valdi í dag 33 leikmenn til æfinga   
 fyrir EM sem hefst í Þýskalandi 14.  
 júní. 26 þeirra verða svo í      
 lokahópi Englands fyrir mótið.Ekkert  
 pláss er fyrir framherjann       
 Marcus Rashford né miðjumanninn    
 Jordan Henderson. Rashford átti    
 frekar slaka leiktíð með Manchester  
 United en hefur verið fastamaður í   
 hópnum í tæpan áratug. Hann lék    
 sjö landsleiki síðasta árið þar    
 til hann var ekki valinn fyrir     
 leiki gegn Belgíu í mars.Henderson   
 hefur sömuleiðis alltaf hlotið náð   
 fyrir augum Southgate, jafnvel eftir  
 að hann fór frá Liverpool       
 til Sádí-Arabíu síðasta haust.     
  Markavörðurinn er alltaf á verði 399 
Velja síðu: