Þór/KA er að fá mikinn liðsstyrk fyrir
næsta tímabil í Bestu deild kvenna í
fótbolta. Arna Sif Ásgrímsdóttir hefur
gert tveggja ára samning við Þór/KA þar
sem hún hóf meistaraflokksferilinn 14
ára. Arna Sif er 33 ára og hefur
leikið með Val undanfarin þrjú ár en
stutt er síðan hún sneri aftur á
völlinn eftir krossbandaslit
og barnsburð.Arna Sif á að baki
425 meistaraflokksleiki, þar af
290 leiki fyrir Þór/KA sem hún
varð Íslandsmeistari með árið 2012.
Hún lék með Þór/KA árin 2007-2015
og aftur 2018-2021 eftir að hafa spilað
með Val og í atvinnumennsku í Svíþjóðar
og á Ítalíu.Þór/KA varð í 7. sæti Bestu
deildarinnar í sumar og í efsta sæti
Markavörðurinn er alltaf á verði 399