Tom Brady snýr aftur í Sádi-Arabíu
Bandaríska goðsögnin Tom Brady,
sem þekktastur er fyrir afrek sín
í amerískum fótbolta, snýr aftur eftir
tveggja ára hlé frá íþróttinni. Þetta
kemur fram í tilkynningu frá
sjónvarpsstöðinni Fox hvar Brady hóf
störf eftir farsælan feril þar sem hann
vann sjö meistaratitla.Brady er þó
ekki að fara í NFL-deildina
heldur hyggst hann halda stórt mót
í fánafótbolta í mars á næsta ári
í Sádi-Arabíu þar sem hann,
ásamt stærstu stjörnum deildarinnar nú
og áður, etja kappi í þessari
íþrótt sem keppt verður í
á Ólympíuleikunum í Los Angeles
2028. Fánafótbolti er líkur
amerískum fótbolta nema minna um
snertingu leikmanna.Tom BradyEPA-EFE /
Markavörðurinn er alltaf á verði 399