Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
            
                                   8/6  
 Andrea 35. á HM í utanvegahlaupum      
 Heimsmeistaramótið í fjalla-           
 og utanvegahlaupum hófst í Austurríki í
 dag. Í dag var keppt í 45 kílómetra    
 hlaupi um austurrísku alpana, og var   
 samanlögð hækkun á hlaupaleiðinni um   
 3100 metrar. Til samanburðar er        
 Hvannadalshnúkur 2110 metrar.Bestum    
 árangri íslensku keppendanna náði      
 Andrea Kolbeinsdóttir. Hún varð í 35.  
 sæti í kvennaflokki á 5                
 klukkutímum, 42,14 mínútum. Hún var    
 49,02 mínútum á eftir                  
 sigurvegaranum, Clementine Geoffray frá
 Frakklandi. Þrjár aðrar íslenskar      
 hlaupakonur kepptu; Sigþóra            
 Brynja Kristjánsdóttir varð 63. sæti,  
 Anna Pálmadóttir í 67. sæti og Íris    
 Anna Skúladóttir 71. sæti.4            
 karlar kepptu fyrir Íslands hönd.      
   Markavörðurinn er alltaf á verði 399 
Velja síðu: