Íþróttir á RÚV í dag: Úrslitaleikir
Heimsmeistaramóti kvenna í handbolta
lýkur í dag. Fyrst leika Holland og
Frakkland um bronsið kl. 13:30 í beinni
útsendingu á RÚV. Holland tapaði stórt
fyrir Noregi í undanúrslitunum 35-25 og
Frakkland tapaði fyrir Þýskalandi,
23-29.Það verða því Þýskaland og
Noregur sem leika til úrslita
um heimsmeistaratitilinn klukkan
16:30 í beinni útsendingu á RÚV.
Noregur er silfurverðlaunahafi frá
síðasta heimsmeistaramóti þar sem
liðið tapaði fyrir Frakklandi
í úrslitaleiknum.Þýskaland hefur
ekki leikið til úrslita á stórmóti
síðan árið 1994 þegar liðið fékk silfur
á Evrópumótinu eftir tap gegn Danmörku.
Eini heimsmeistaratitill Þýskalands
eftir sameiningu þýsku ríkjanna vannst
Staðan- og úrslit dagsins ... 390