Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
            
                                   28/1 
 Ísland mætir Danmörku í undanúrslit    
 Keppni í milliriðlum á EM í handbolta  
 lauk í kvöld og þá varð ljóst að Ísland
 mætir Danmörku í undanúrslitunum á     
 föstudag. Í hinum leiknum mætast       
 þjálfararnir Alfreð Gíslason með Þýska 
 landsliðið og Dagur Sigurðsson með     
 Króatíu.Danir burstuðu Norðmenn 38-24  
 eftir að þeir norsku höfðu byrjað betur
 og náð þriggja marka forystu.          
 Danir sneru því við og voru þremur     
 mörkum yfir í hálfleik, 19-16.Á sama   
 tíma unnu Svíar stórsigur              
 á Svisslendingum, 34-21, í leik        
 sem skiptu engu máli. Svíar vissu      
 eftir sigur Króatíu á                  
 Ungverjalandi síðdegis að þeir ættu    
 ekki möguleika á að komast             
 í undanúrslitin.Svíar mæta Portúgölum í
 leiknum um fimmta sætið                
     Staðan- og úrslit dagsins ... 390  
Velja síðu: