Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
            
                                   17/12
 Svona verða 8-liða úrslit bikarsins    
 Dregið var í 8-liða úrslit bikarkeppni 
 karla og kvenna í körfubolta í dag.    
 Þrír úrvalsdeildarslagir eru á dagskrá 
 í kvennaflokki en Aþena er eina        
 liðið úr fyrstu deild sem enn er eftir 
 í keppninni. Haukar slógu              
 ríkjandi bikarmeistara Njarðvíkur úr   
 leik í spennandi leik í síðustu umferð 
 og því er ljóst að bikarinn fer á aðrar
 slóðir.Í karlaflokki eru Snæfell og    
 Breiðablik fulltrúar fyrstu            
 deildarinnar. Ríkjandi meistarar Vals  
 taka á móti Keflavík. Liðin eru hlið   
 við hlið í deildinni, Valur í þriðja   
 sæti og Keflavík í fjórða. Þá má       
 einnig búast við spennandi viðureign   
 þegar Íslandsmeistarar Stjörnunnar taka
 á móti Grindavík sem vermir nú toppsæti
 deildarinnar.                          
   Markavörðurinn er alltaf á verði 399 
Velja síðu: