Ósátt við hlutverk sitt í landsliði
RÚV / Mummi LúÞórey Anna Ásgeirsdóttir
hægri hornamaður í Val og einn af bestu
leikmönnum Olís deildar kvenna í
handbolta er ekki í íslenska
landsliðshópnum sem hefur keppni á EM í
Innsbruck í næstu viku. Þórey fór þó
með Íslandi á HM í fyrra.Í viðtali
við Vísi í dag segir Þórey
Anna ástæðuna vera þá að hún sé
ósátt við fá tækifæri innanvallar
í landsliðinu og eftir samtal við Arnar
Pétursson landsliðsþjálfara hafi
niðurstaðan verið sú að gefa ekki kost
á sér í landsliðið. "Það var mjög
erfitt að taka þessa ákvörðun, segir
Þórey Anna meðal annars við Vísi.
Markavörðurinn er alltaf á verði 399