Skautaparið stefnir á stærri sigra
Júlía Sylvía Gunnarsdóttir og Manuel
Piazza hafa tekið stór skref á skömmum
tíma. Þau hófu að skauta saman í ágúst
2024 og urðu fyrsta íslenska parið til
að keppa á Evrópumóti árið 2025.Þar
enduðu þau í 18. sæti en ætla sér enn
stærri hluti á Evrópumótinu sem fer
fram í janúar á næsta ári."Í
augnablikinu þá erum við bara upp á
leið og við erum mjög spennt, sagði
Júlía. Parið æfir í Bergamo í
Ítalíu. "Núna eru væntingarnar að fara
inn á EM til að sýna aðeins meira
hvað við getum. Okkar markmið er
að komast yfir í langa keppnishlutann,
bætti Júlía við. Á EM er keppt í
tveimur fösum en niðurskurður er eftir
stutta keppnishlutann. Þá ræða þau
einnig markmið sitt að komast inn á HM
Markavörðurinn er alltaf á verði 399