Það besta undir stjórn Snorra
Frammistaða íslenska karlalandsliðsins
gegn Svíum á þeirra heimavelli á
Evrópumótinu í handbolta 2026 verður
lengi í minnum höfð. Ísland mætti
einbeitt til leiks, var sex mörkum yfir
í leikhléi og vann að lokum með
átta mörkum; 35-27. Sænska liðið
hafði ekki tapað leik á mótinu til
þessa en nánast hver einasti
leikmaður íslenska liðsins lék við
hvurn sinn fingur.Þjálfarinn Snorri
Steinn Guðjónsson sem er nú á sínu
þriðja stórmóti með liðinu var
spurður eftir leik hvort frammistaðan
hefði verið sú besta undir
hans stjórn.Já, alveg örugglega. Ég
er ekki kominn svona langt í einhverjum
pælingum sko.Sigur Íslands á Svíþjóð
var krufinn í Framlengingu
Staðan- og úrslit dagsins ... 390