"Væri týpískt að klúðra þessu
Í dag er aftur komið að strákunum okkar
á EM í Svíþjóð. Þeir fengu einn dag í
hvíld eftir sigurinn á Svíum og mæta nú
botnliði Sviss. Þar er þó ýmislegt að
varast.Já það væri held ég bara týpískt
að klúðra þessu, það er bara
sannleikurinn sko. Við þurfum bara
alvöru frammistöðu. Þeir eru
hættulegir því þeir spila aðeins
öðruvísi en önnur lið. Þeir spila oft
með fjóra í útilínunni og spila sjö á
móti sex. Kannski líkt Ítalíu en á
öðru kaliberi, bara betri, segir
Viggó Kristjánsson.Ísland mætir Sviss
í dag á Evrópumóti karla í
handbolta. Vinni liðið næstu tvo leiki
fer það í undanúrslit mótsins.Óðinn
Þór Ríkharðsson spilar með
Kadetten Schaffhausen í Sviss. Hann
Staðan- og úrslit dagsins ... 390