Chelsea ræður Liam Rosenior til sex
Enska úrvalsdeildarliðið Chelsea réð í
dag Englendinginn Liam Rosenior sem
þjálfara liðsins til næstu sex ára.
Rosenior, sem er 41 árs gamall, stýrði
liði Strasbourg í Frakklandi undanfarin
tvö ár. Strasbourg er í eigu sömu aðila
og eiga Chelsea. Þar áður þjálfaði hann
Hull í 18 mánuði.Chelsea hefur skipt
býsna reglulega um þjálfara síðustu sex
árin, svona til að setja lengd samnings
Rosenior í samhengi. Chelsea rak Enzo
Maresca á nýársdag eftir 18 mánuði
í starfi. Hann var sjöundi
þjálfari liðsins á sex árum til að
fá reisupassann.Liam Rosenior.EPA
Staðan- og úrslit dagsins ... 390