Dagur í fyrsta sinn á heimsbikarmót
Dagur Benediktsson keppti í dag
í fyrsta sinn á heimsbikarmóti
í skíðagöngu. Fáir Íslendingar
hafa keppt á þessu hæsta stigi
í greininni.Dagur er 27 ára og uppalinn
á Ísafirði. Hann hefur farið vel af
stað í upphafi tímabils og náði nýlega
sínum besta árangri erlendis þegar hann
hafnaði í 24. sæti á sænsku
bikarmóti, aðeins 18 sekúndum á
eftir sigurvegaranum.Dagur
þekkir brautina í Þrándheimi þar sem
keppt var í dag vel eftir að hafa
keppt þar á HM síðasta vetur.
Niðurstaðan í dag varð 84. sæti af 86
sem luku keppni. Norðmaðurinn
Johannes H sflot Klæbo vann á
43:49,4 mínútum en Dagur kláraði
á 51:14,2.Hér má sjá úrslitin
Staðan- og úrslit dagsins ... 390