Ísland er komið á HM 2027
Ísland er nú þegar búið að tryggja sér
sæti á heimsmeistaramóti karla í
handbolta árið 2027.Þetta er ljóst
eftir að liðið fór í undanúrslit í gær.
Þar með verður liðið í einu af fjórum
efstu sætum mótsins en þau fá
sjálfkrafa þátttökurétt á HM.Hvernig er
leiðin á HM venjulega?Venjulega
þarf Ísland að mæta liði í
tveggja leikja umspili þar sem spilað
er heima og heiman. Ísland myndi
þar mæta liði sem er skráð neðarlega
í styrkleikaröðun Evrópu. Umspilið
er þó langt því frá sjálfgefið þar
sem dregið er í viðureignir.Ísland
fór létt með Eistland í umspili
fyrir HM 2025 en liðið hefði getað
mætt Serbíu, Sviss eða Færeyjum, til
að mynda.Hvenær missti Ísland síðast af
Staðan- og úrslit dagsins ... 390