Man City vann stórleikinn í Madríd
Sjöttu umferð meistaradeildar Evrópu í
fótbolta karla lauk í kvöld. Manchester
City vann 2-1 útisigur á Real Madrid í
stórleik kvöldsins og eykst nú pressan
á Xabi Alonso þjálfara Real Madrid sem
þykir valtur í sessi. Real Madrid komst
þó yfir með marki Rodrygo á 28. mínútu
en Nico O'Reilly jafnaði fyrir Man
City skömmu síðar. Erling
Haaland skoraði sigurmark Man City
úr vítaspyrnu á 43. mínútu. Bæði
lið eru þó sem stendur meðal átta
efstu liða í deildinni sem komast beint
vann sannfærandi 3-0 útisigur á
Club Brugge í Belgíu og er
Lundúnaliðið með fullt hús stiga á
toppi deildarinnar.FC Kaupmannahöfn
vann dramatískan og mikilvægan
Staðan- og úrslit dagsins ... 390