Berglind er sterkasta kona Íslands
Keppnin um titilinn sterkasta
kona Íslands fór fram í Kópavogi í
dag. Fimm sterkustu konur landsins
voru mættar til keppni í Thors Power
Gym í dag. Fimm greinar voru
öxullyfta, réttstöðulyfta,
hleðslugrein, bændaganga og uxaganga.
Ragnheiður Jónasdóttir, sem sigraði á
síðasta ári, keppti ekki í dag og því
var talsverð spenna. Eftir harða
og spennandi keppni var það
Berglind Rós Bergsdóttir sem stóð uppi
sem sigurvegari og það með
talsverðum mun.Svala Björgvinsdóttir
varð í öðru sæti, en hún var að keppa
á mótinu í fyrsta sinn. Þriðja
varð Elín Birna Hallgrímsdóttir,
sem sömuleiðis keppti í fyrsta sinn
Markavörðurinn er alltaf á verði 399