Öruggt hjá Dönum og vonir Spánverja
Danmörk og Spánn mættust í öðrum leik
dagsins í milliriðli 1 á EM í handbolta
nú síðdegis. Spánverjar skoruðu fyrsta
mark leiksins en það var í eina skiptið
sem þeir höfðu forystu í leiknum. Danir
skoruðu fjögur mörk í röð og leiddu
með mest fjögurra marka mun í
fyrri hálfleik. Danir voru tveimur
mörkum yfir í hálfleik, 16-14.Danir
juku svo jafnt og þétt við forskotið
í seinni hálfleik og náðu mest 8 marka
forystu. Spánverjar áttu í raun ekki
möguleika gegn sterku liði Dana sem
unnu öruggan sigur, 36-31.Danir eru nú
með 4 stig eins og Frakkar og
Þjóðverjar á toppnum en Frakkar unnu
stórsigur á Portúgal fyrr í
dag, 46-38.Þýskaland mætir
Noregi klukkan 19:30 og þar
Markavörðurinn er alltaf á verði 399