Þjóðverjar unnu Færeyinga örugglega
Lokaleikur dagsins í milliriðli Íslands
á HM kvenna í handbolta var viðureign
Þjóðverja og Færeyinga. Þýskaland kom
með fjögur stig upp úr riðlakeppninni
og stillti sér á topp milliriðilsins en
Færeyjar komu með tvö stig. Liðin
skiptust á að skora fyrstu mínúturnar
en Þjóðverjar voru sex mörkum yfir
í leikhléi; 20-14. Sigur Þýskalands var
í raun aldrei í hættu og lokatölur urðu
36-26.Þýskaland er nú með sex stig á
toppnum og Svartfjallaland í öðru sæti
með fjögur eftir sigur á Íslandi í
dag. Serbía er líka með fjögur
stig, Færeyjar og Spánn tvö en
Ísland stigalaust á botninum.
Þjóðverjar á fljúgandi siglingu á
Markavörðurinn er alltaf á verði 399