Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
       
                  25/11
 FH dróst gegn tékknesku liði      
 FH dróst á móti Robe Zubrí í 3. umferð 
 Evrópubikarkeppninnar í handbolta, EHF 
 European Cup. Þetta kom í ljós í dag. 
 Gert er ráð fyrir því að leikið verði 
 heima og að heiman. Á vefsíðu Evrópska 
 handknattleikssambandsins stendur að FH
 eigi þá heimaleikinn 12. desember en  
 útileikinn viku síðar í Tékklandi, 19. 
 desember. Öll önnur íslensk      
 handboltalið sem skráð voru til leiks í
 Evrópukeppni á þessari leiktíð drógu  
 lið sín úr keppni vegna takmarkana af 
 völdum COVID-19.            
                    
                    
                    
                    
                    
                    
  Markavörðurinn er alltaf á verði 399 
Velja síðu: