Arsenal með sigurmark í uppbótartím
Arsenal náði fimm stiga forystu á toppi
ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í
kvöld með hádramatískum 2-1 sigri á
botnliði Wolves. Bukayo Saka kom
Arsenal í 1-0 með marki úr hornspyrnu á
70. mínútu en það er þó fært til bókar
sem sjálfsmark. Sam Johnstone,
markvörður Wolves, blakaði boltanum í
þverslána en af henni fór hann í bak
Johnstone og í markið.Tolu Arokodare
jafnaði fyrir Wolves þegar 90 mínútur
voru liðnar og stefndi í jafntefli en á
93. mínútu skoraði Yerson
Mosquera sjálfsmark sem tryggði
Arsenal sigurinn. Fyrr í kvöld vann
Burnley.Gabriel Jesus virtist í fyrstu
hafa skorað sigurmarkið dramatíska en
það reyndist vera sjálfsmark.AP
Markavörðurinn er á síðu 399