Viðburðurinn þarf að vera spennandi    
 Mæting og umgjörð á leikjum            
 í kvennafótbolta hér á landi           
 hefur verið í umræðunni síðustu daga.  
 Í íþróttafréttum á laugardag var       
 rætt við Auði Geirsdóttur,             
 fráfarandi stjórnarkonu í              
 meistaraflokksráði kvenna hjá Fram, sem
 hafði áhyggjur af mætingu á            
 fótboltaleiki kvenna á Íslandi.En hvað 
 er hægt að gera til að fá fleiri á     
 völlinn? Þorkell Máni Pétursson situr í
 stjórn KSÍ og ræddi við RÚV um         
 málið.Hann bendir í fyrsta lagi á að   
 miðað við höfðatölu sé mæting á        
 fótboltaleiki hér á landi almennt góð  
 og í raun sú langbesta miðað við aðrar 
 þjóðir í Evrópu."Hvernig ætlum við að  
 fá fleiri á leiki? Það væri            
 náttúrlega frábært ef við myndum       
      Markavörðurinn er á síðu 399