"Mikilvægasti leikurinn er á morgun
Íslenska karlalandsliðið í handbolta
býr sig nú undir annan leik sinn á
Evrópumótinu í handbolta sem er á
morgun gegn Póllandi.Eins og frægt er
orðið vann íslenska liðið stórsigur
á Ítalíu í gærkvöld en Snorri
Steinn Guðjónsson þjálfari liðsins
segir enga þörf á að kippa
leikmönnum niður á jörðina. "Ég
skynjaði bara einbeitingu um leið og ég
kom inn í klefann eftir leik. Það var
enginn að fara fram úr sér, enda
engin ástæða til þess. Við erum bara
að gera það sem við eigum að vera
að gera. Við áttum að vinna
Ítalina, við erum betri en þeir en
maður þarf alltaf að sýna
það. Snorri Steinn Guðjónsson,
þjálfari íslenska karlalandsliðsins
Markavörðurinn er á síðu 399