Valur með annan fótinn í undanúrsli
Valskonur eru komnar langleiðina
í undanúrslit Evrópubikars kvenna
í handbolta eftir sigur gegn tékkneska
liðinu Slavia Prag. Valur vann sjö
marka sigur 28-21. Seinni leikurinn í
átta liða úrslitum fer fram á morgun og
þá ræðst hvort Valur fari í
undanúrslit. Báðir leikirnir fara fram
á Hlíðarenda þar sem tékkneska liðið
seldi heimaleikjarétt sinn. Valur
hefur blásið til Evrópuveislu
alla helgina. Seinni leikurinn
hefst klukkan 16:00 á morgun.Aldrei
í hættuSigurinn var í raun aldrei
í hættu þar sem Valskonur
tóku frumkvæðið strax frá fyrstu
mínútu á Hlíðarenda. Munurinn var
fimm mörk í hálfleik, 17-12. Thea
Imani Sturludóttir fór mikinn
Markavörðurinn er á síðu 399