Verstappen vann í Katar - þrír geta
Úrslitin gátu ráðist í Formúlu
eitt þegar keppt var í Katar í
ársins.Lando Norris og liðsfélagi hans
hjá McLaren, Oscar Piastri, voru
efstir í heimsmeistarakeppninni. Fast
á hæla þeirra kom svo meistari síðustu
fjögurra ára, Max Verstappen.
Verstappen var svo í sérflokki í
keppninni í dag og kom örugglega
fyrstur í mark. Piastri varð annar og
Norris fjórði. Það þýðir að úrslitin
ráðast í lokakeppninni í Abu Dhabi
eftir viku. Norris, Piastri og
Verstappen geta allir orðið
heimsmeistarar. Eftir keppni dagsins er
Norris efstur með 408 stig, Verstappen
er nú annar með 396 og Piastri
þriðji með 392 stig.Max Verstappen
Markavörðurinn er á síðu 399