Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
       
                  16/9 
 Fv. forseti IAAF dæmdur í fangelsi   
 Lamine Diack, fyrrum forseti alþjóða  
 frjálsíþróttasambandsins IAAF, hefur 
 verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi, 
 þar af tvö ár skilorðsbundin, fyrir  
 spillingu. Diack, sem er 87 ára    
 Senegali, var dæmdur fyrir að hafa   
 þegið mútur frá íþróttamönnum, sem   
 grunaðir voru um lyfjasvindl, til að  
 falsa niðurstöður úr lyfjaprófum og  
 leyfa þeim að halda áfram að keppa, til
 að mynda á Ólympíuleikunum í London  
 2012. Diack var handtekinn árið 2015  
 vegna tengsla við stórfellt lyfjasvindl
 meðal rússnesks íþróttafólks og hefur 
 verið í stofufangelsi í Frakklandi   
 síðan þá.               
                    
                    
                    
   Markavörðurinn er á síðu 399   
Velja síðu: