Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
       
                  23/11
 Liverpool sló met á Anfield      
 Englandsmeistarar Liverpool slógu   
 félagsmet í gærkvöld er þeir unnu   
 Leicester 3-0. Með því hafa þeir ekki 
 tapað í síðustu 64 leikjum sínum á   
 Anfield. Liverpool tapaði síðast á   
 Anfield í apríl árið 2017, sem gerir  
 tæp fjögur ár taplausir á heimavelli. 
 Af síðustu 64 heimaleikjum hafa    
 lærisveinar Jurgen Klopp unnið 53 og  
 gert 11 jafntefli. Þá hafa meistararnir
 skorað 169 mörk og fengið á sig 42.  
 Fyrra met félagsins var á árunum    
 1978-1981 þegar liðið var ósigrað í 63 
 leikjum undir stjórn Bob Paisley.   
                    
                    
                    
                    
                    
   Markavörðurinn er á síðu 399   
Velja síðu: