Snæfríður Sól sló eigið Íslandsmet
Sundkonan Snæfríður Sól Jórunnardóttir
keppir á EM í 25 metra laug um þessar
mundir. Í morgun synti hún í undanrásum
þar sem hún gerði vel og kom í mark
á tímanum 1:55,04. Það var sjötti besti
tíminn í undanrásunum og því keppti hún
í undanúrslitum í greininni nú undir
kvöld.Snæfríður Sól byrjaði vel og var
lengi vel í þriðja sæti í sínu holli.
Hún þurfti að vera minnst önnur í
mark til að ná farmiðanum í úrslit
og það var hún sannarlega meðvituð
um. Glæsilegur endasprettur
Snæfríðar Sólar tryggði henni annað
sætið á tímanum 1:53,78 sem er
jafnframt bæting upp á um hálfa sekúndu
frá hennar fyrra Íslandsmeti.Hér má
sjá sund Snæfríðar Sólar, Ingi
Þór Ágústsson lýsir.Snæfríður
Markavörðurinn er alltaf á verði 399