KR í undanúrslit eftir 49 stiga sig
Átta liða úrslitum bikarkeppni karla í
körfubolta, VÍS bikarnum, lauk í kvöld
með þremur leikjum. KR rúllaði yfir
Njarðvík í vesturbæ Reykjavíkur í afar
ójöfnum leik. Heimamenn unnu 116-67 þar
sem Njarðvíkingar sáu aldrei til
sólar. Sigurinn er óvenju stór miðað
við stöðu liðanna í úrvalsdeildinni
þar sem Njarðvík er í þriðja sæti en
KR í sjötta.KR er því komið
í undanúrslit rétt eins og Valur
sem vann útisigur á Sindra Hornafirði
í kvöld og Stjarnan sem vann Álftanes í
gærkvöld. Keflavík tók svo á
móti Haukum í kvöld í leik sem
endaði 96-88 fyrir Keflavík sem er þar
með fjórða liðið sem verður
í undanúrslitum bikarkeppninnar
Markavörðurinn er alltaf á verði 399