Jamie Vardy hættir hjá Leicester
Enski sóknarmaðurinn Jamie Vardy er á
förum frá knattspyrnuliðinu Leicester
City. Vardy, sem er 38 ára, er af
flestum talinn besti leikmaður í sögu
liðsins og átti stóran þátt í
ævintýralegum deildarmeistaratitli
Leicester árið 2016. Liðið var þá
nýkomið upp í efstu deild og var Vardy
valinn maður tímabilsins. Vardy kom
til Leicester frá Fleetwood Town
árið 2012 og hefur skorað 181 mark í
435 leikjum fyrir liðið. Leicester
er fallið úr efstu deild og segir Vardy
að nú sé rétti tíminn til að leita á
önnur mið. Jamie Vardy.AP
Markavörðurinn er alltaf á verði 399