Beint: Ungverjaland Danmörk
Danmörk mætir Ungverjalandi í uppgjöri
toppliða milliriðils 1. Leikurinn hefst
klukkan 19:30 og er í beinni útsendingu
á RÚV.is frá 19:20.Noregur mætir
Brasilíu í öðrum úrslitaleik um fyrsta
sæti og sá leikur er í beinni á
RÚV2.Hér má sjá beina útsendingu frá
Danmörku. Leikurinn hefst klukkan 19:30
og er úrslitaleikur um toppsætið
í milliriðli 1.Danir hafa farið mikinn
og unnið alla sína leiki á mótinu. Þær
eru á toppi milliriðils 1 með átta stig
og mæta liðinu í öðru sæti, Ungverjum,
sem eru með sjö stig. Bæði lið eru
komin í átta liða úrslit. Sigurvegari
hvers riðils mætir liði úr öðru sæti
úr öðrum riðli í 8-liða úrslitum
svo það getur skipt töluverðu máli.
Markavörðurinn er alltaf á verði 399