Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
       
                  20/9 
 Guðmundi sagt upp hjá Melsungen    
 Guðmundi Guðmundssyni, þjálfara    
 karlalandsliðsins í handbolta, hefur  
 verið sagt upp sem þjálfara Melsungen í
 þýsku úrvalsdeildinni. Félagið greindi 
 frá þessu í morgun. Melsungen er í   
 þriðja neðsta sæti deildarinnar með  
 eitt stig eftir þjá leiki. Guðmundur  
 tók við liðinu á síðast ári en liðið  
 hafnaði í áttunda sæti á síðustu    
 leiktíð. Hjá Melsungen eru þrír    
 Íslendingar. Þeir Arnar Freyr     
 Arnarsson, Elvar Örn Jónsson og    
 Alexander Petersson.          
                    
                    
                    
                    
                    
                    
  Markavörðurinn er alltaf á verði 399 
Velja síðu: