Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
       
                  20/6 
 Eiður Smári nýr þjálfari FH      
 Í gærkveldi sendi FH frá sér      
 fréttatilkynningu um að Eiður Smári  
 Guðjohnsen muni taka að sér þjálfun  
 meistaraflokks karla í knattspyrnu út 
 tímabilið 2024. Eiður Smári er að taka 
 við þjálfun liðsins af Ólafi      
 Jóhannssyni sem rekinn var eftir    
 tapleik á móti Leikni R., neðsta liði 
 Bestu deildarinnar, í síðustu umferð. 
 Eiður Smári er að taka við liðinu í  
 annað sinn en hann lét af störfum fyrir
 félagið 2020 til að taka við      
 aðstoðarþjálfarastöðu hjá íslenska   
 karlalandsliðinu eftir skamma tíma hjá 
 félaginu. Eiður Smári, ásamt Loga   
 Ólafssyni, tóku við liðinu um miðjan  
 júlí 2020 og undir þeirra stjórn    
 hafnaði liðið í öðru sæti deildarinnar 
 það ár.                
  Markavörðurinn er alltaf á verði 399 
Velja síðu: