17/11 Jón Þór vann brons Jón Þór Sigurðsson vann í
dag bronsverðlaun á
Heimsmeistaramótinu í riffilskotfimi
sem haldið er í Kaíró í
Egyptalandi.Úrslitakeppnin var
spennandi og fimm efstu allir með 597
stig svo miðjutíurnar réðu úrslitum.
Sigurvegarinn Petr Nymbursky frá
Tékklandi var með 40 tíur, Max
Ohlenburger frá Þýskalandi 38 og Jón
Þór 36, svo mjótt var á munum.Jón Þór
varð Evrópumeistari í greininni fyrr
á árinu.
Markavörðurinn er alltaf á verði 399