Veikindi herja á hópinn en Arnar ró
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta
æfði í síðasta sinn hér á landi í dag
áður en hópurinn heldur til Færeyja í
æfingaleik og þaðan beint til
Þýskalands þar sem fyrsti leikur
liðsins á heimsmeistaramótinu er
á miðvikudag. Hópurinn æfði og fundaði
í Safamýri í dag."Vikan hefur verið
svona lala. Svo ég sé bara hreinskilinn
með það. Við missum út Andreu áður en
við förum inn í þessa períódu. Svo
eru veikindi og við erum enn að
glíma við meiðsli hér og þar sem
hafa aðeins truflað þetta, segir
Arnar Pétursson þjálfari liðsins.
Staðan sé tekin á Andreu Jacobsen dag
frá degi en hún fari ekki með
liðinu til Færeyja.Fjórir leikmenn eru
á leiðinni á sitt fyrsta stórmót
Markavörðurinn er alltaf á verði 399