Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
            
                                   23/11
 Verstappen vann í Las Vegas - Piast    
 Titilbarátta Formúlu 1 galopnaðist í   
 nótt þegar Max Verstappen sigraði í Las
 Vegas kappakstrinum. Tveir efstu menn  
 heimsmeistarakeppninnar, Lando Norris  
 og Oscar Piastri, voru dæmdir úr leik  
 eftir keppni. Norris er efstur í keppni
 ökumanna og varð 2. í nótt og Piastri  
 er næstefstur í keppni ökumanna og varð
 4. í nótt. Báðir aka                   
 fyrir McLaren-Mercedes. Bílar Piastri  
 og Norris voru grandskoðaðir að        
 keppni lokinni. Á báðum                
 reyndist botnplatan vera of þunn.      
 Platan verður að vera a.m.k. 9         
 millimetrar en var undir því báðu megin
 á bílum beggja. Norris er áfram efstur 
 og Piastri annar en nú er              
 Verstappen jafn Piastri að stigum, 24 á
 eftir Norris.AP / John Locher          
   Markavörðurinn er alltaf á verði 399 
Velja síðu: