Rás 1
Sunnudagur, 29. september
20.45 Með spjót í höfðinu (3:4)
Í þessum þriðja þætti af fjórum um
konur í mannfræði heyrum við frásögn
Jónínu Einarsdóttur sem dvaldi um
árabil í Gíneu Bissá ásamt fjölskyldu
sinni. Þar rannsakaði hún viðhorf mæðra
gagnvart brjóstagjöf, svo og
barnadauða, en Gínea Bissá er eitt af
fátækustu ríkjum heims.