Hugleiðingar um samband manns og hunds.
Þáttagerð er í umsjón Guðbjargar
Helgadóttur og tónlistarflutningur er í
höndum Ara Ingólfssonar. Hundurinn
hefur þá sérstöðu sem dýrategund að
hafa fylgt manninum í árþúsundir.
Maðurinn hefur laðað hundinn að sér,
mótað hann eftir sínum þörfum og nýtt
hann, bæði til vinnu en síðast en ekki
síst, sem félaga og vin. Í þættinum er
skoðað þetta sérstaka samband mannsins
við náttúruna og velt upp hugmyndum um,
hvers vegna þessi tiltekna dýrategund,
hundurinn, er manninum svona kær.
Stjórnandi þáttarins, Guðbjörg
Helgadóttir ræðir við Svein Eggertsson