Gasdreifingarspá vegna
gossins í Geldingadölum
Í dag (fimmtudag) og á morgun
(föstudag) er búist við suðaustan 10-15
m/s á svæðinu við eldgosið, en 13-18 um
tíma í kvöld og til fyrramáls. Súld eða
rigning með köflum. Hiti 4 til 7 stig.
Gasmengun frá eldgosinu berst til
norðvesturs og gæti orðið vart við hana
í byggð frá Vogum, í Reykjanesbæ og
allt til Hafna. Fylgjast má með
rauntíma mælingum á mengun á vefsíðunni
"loftgaedi.is".
Spá gerð 22.04.2021 kl. 11:46