FJÖLDÆGRA
Á þriðjudag: Austlæg átt 3-10 m/s,
lítilsháttar rigning eða súld og 5
stiga hiti á sunnanverðu landinu, en
bjart og hiti nálægt frostmarki fyrir
norðan. Á miðvikudag: Austan- og
suðaustan 10-15 m/s og dálítil rigning
eða súld, en úrkomumeira suðaustantil.
Hægara og lengst af þurrt fyrir norðan.
Hiti 2 til 7 stig, en vægt frost
norðantil. Á fimmtudag: Austlæg átt
10-18 og rigning eða slydda með köflum,
en úrkomulítið fyrir norðan. Hiti
breytist lítið. Á föstudag: Ákveðin
austlæg átt. Rigning með köflum
sunnanlands, slydda eða snjókoma fyrir
austan, en úrkomulítið norðantil. Hiti
um eða undir frostmarki, en allt að 5
stigum sunnan- og vestanlands. Á
laugardag: Austanátt og dálítil rigning
eða slydda á sunnan- og austanverðu
landinu, en þurrt að kalla norðanlands.