AUSTURLAND
Vindmyllur sjáist ekki úr Stuðlagil
Áform eru uppi um stóran vindorkugarð í
nágrenni Stuðlagils, sem er einn
vinsælasti ferðamannastaður
Austurlands. Bóndi í dalnum segir að
vindmyllur myndu ekki sjást úr gilinu
og varla hægt að greina þær á leiðinni
þangað. Zephir Iceland áformar allt að
500 MW vindorkugarð á Fljótsdalsheiði
fyrir ofan Jökuldal með allt að hundrað
vindmyllum en byrjað yrði með minni
garð og færri myllur. Vindmyllurnar
yrðu inni á heiðinni á bak við
heiðarbrún ofan við Stuðlagil en
mögulega sjáanlegar á leið þeirra sem
aka að gilinu. Nánar á ruv.is