Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
   AUSTURLAND     
                  22/9 
 Norræna stækkuð og hæð bætt á skipi  
 Farþegaferjan Norræna verður stækkuð í 
 vetur og heilli hæð bætt ofan á skipið 
 með káetum fyrir 100 manns. Ferjan   
 verður úr leik í tvo og hálfan mánuð og
 annað skip sinnir vöruflutningum á   
 meðan. Norræna kemur til Seyðisfjarðar 
 í hverri viku frá Hirtshals í Danmörku 
 með viðkomu í Færeyjum. Ferjan var   
 smíðuð árið 2003 og er því orðin 17  
 ára gömul. ,,Það var kominn tími á   
 endurnýjun á mörgu en við ákváðum þá að
 stækka hana í leiðinni. Nota tímann á 
 meðan ekki er mikið að gerast í    
 ferðaþjónustunni. Við ætlum að bæta við
 hæð og 50 káetum," Linda Björk     
 Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri   
 Smyril Line á Íslandi.         
                    
                    
                    
Velja síðu: