Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
    AUSTURLAND         
                                   7/12 
 Siginn fiskur er að gleymast           
 Á aðventunni er rykið dustað af gömlum 
 matarhefðum en eitt fornt lostæti er að
 gleymast og gæti átt eftir að hverfa.  
 Siginn fiskur gerir tilkall til þess að
 fá inni í skötuveislum, og framleiðandi
 í Mjóafirði segir að best væri ef      
 siginn fiskur eignaðist sinn eigin dag.
 Við ætlum að heimsækja útgerðina Haförn
 sem rekur fiskverkun á staðnum. Hún er 
 smá í sniðum og þar gefur Sævar sér    
 tíma til að framleiða siginn fisk. Fáir
 fást við það allt árið og hjallurinn er
 vandlega staðsettur í fjöruborðinu.    
 "Maður sækir í það að hengja fiskinn   
 yfir sjó. Því það er alltaf hreyfing á 
 loftinu aðeins af sjónum og þá signar  
 fiskurinn eða þornar miklu betur.      
 Sjósiginn fiskur er náttúrulega sá     
 albesti,  segir Sævar Egilsson sjómaður
 í Mjóafirði.                           
Velja síðu: