AUSTURLAND
Andstæðingar gagnrýna Spánarferð
Andstæðingar fyrirhugaðs vindorkuvers í
Fljótsdal gagnrýna Spánarferð sem
oddviti og fleiri landeigendur fóru í á
vegum erlends fjárfestingafélags.
Oddvitinn hafnar því að þetta hafi
verið boðsferð og segir eðlilegt að
kynna sér vindorkuver í öðrum löndum af
eigin raun. Hann hafi greitt ferðina úr
eigin vasa. Jóhann Frímann Þórhallsson,
oddviti og landeigandi í Fljótsdal, var
einn af þeim sem fóru í ferðina til
Spánar. Hann segir að málið sé á
algjörum byrjunarreit. Engar ákvarðanir
hafi verið teknar, skipulagsferli sé
ekki hafið og sveitarstjórnin muni
kynna sér allar hliðar málsins. ,,Ég er
ekkert orðinn sannfærður sjálfur um
hvort þetta sé góð leið fyrir
Fljótsdælinga eða samfélagið fyrir
austan. En mér finnst skylda að við