AUSTURLAND
Stórauka þarf plöntuframleiðslu
Stórauka þarf framleiðslu á
skógarplöntum vegna mikils áhuga á
skógrækt. Skógræktarstjóri segir að það
þurfi að stækka gróðrarstöðvar og til
stendur að byggja minnst tvær nýjar. Í
fyrra voru gróðursettar fimm milljónir
plantna á Íslandi og í ár voru
plönturnar sex milljónir. Margir vilja
láta planta skógi til kolefnisbindingar
og í nýju útboðsferli Skógræktarinnar
er gert ráð fyrir að kaupa enn fleiri
plöntur á næstu árum. ,,Við stefnum að
milljón á ári aukningu hjá Skógræktinni
bara og það er sem sagt fyrir öll
verkefni Skógræktarinnar sem eru
samstarfsverkefni með Landgræðslunni og
verkefni með öðrum samstarfsaðilum,"
segir Þröstur Eysteinsson