Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
   AUSTURLAND     
                  20/4 
 Eldisleyfi boðin út í Mjóafirði    
 Eldisleyfi verða líklega boðin út í  
 Mjóafirði á Austfjörðum. Ráðherra hefur
 beðið Hafrannsóknastofnun um að gefa út
 hve mikið eldi fjörðurinn ræður við en 
 bæði Laxar fiskeldi og Fjarðabyggð   
 vilja að eldi hefjist í firðinum.   
 Fiskeldi var reynt í Mjóafirði fyrir  
 mörgum árum en þar hefur ekkert eldi  
 verið um skeið. Mikil aukning hefur  
 hins vegar verið í fiskeldi      
 á Austfjörðum á síðustu árum og vilja 
 Laxar fiskeldi nú láta á það reyna   
 hvort þeir fái eldisleyfi í Mjóafirði. 
 Fyrirtækið elur lax bæði í Reyðarfirði 
 og Fáskrúðsfirði en ólíklegt er    
 að Mjóifjörður ráði við álíka magn enda
 minni. Hafrannsóknastofnunin á eftir að
 gefa út burðarþolið og gerir líka   
 áhættumat vegna hættu á blöndun við  
 villta laxastofna.           
Velja síðu: