Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
   AUSTURLAND     
                  18/5 
 Segist hafa ekið á álftina í Fellum  
 Svo virðist sem álft sem fannst dauð  
 við bæinn Kross í fellum á Héraði á  
 mánudag hafi ekki verið skotin eins og 
 talið var. Málið vakti mikinn óhug en 
 karlfuglinn fannst dauður rétt við   
 hreiður sitt og var sem kúlnagat væri í
 gegnum höfuðið. Álftaparið hefur komið 
 á tjörnina ár eftir ár og verið    
 augnayndi en nú er kvenfuglinn einn á 
 tjörninni. Í tilkynningu frá      
 lögreglunni á Austurlandi segir að   
 eftir umfjöllum í fréttum hafi ökumaður
 gefið sig fram og sagst hafa ekið á  
 álft á þessum slóðum. Vegna gruns um  
 skotáverka á alfriðuðum fugli var   
 dýralæknir kallaður til en mat það sem 
 svo að áverkarnir væru eftir árekstur. 
 Lögreglan biður ökumenn að fara varlega
 þar sem dýr séu gjarnan við vegi á   
 þessum árstíma.            
Velja síðu: