Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
   INNLENDAR FRÉTTIR 102      
                  24/9 
 Puigdemont handtekinn á Ítalíu     
 Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti 
 Katalóníu á Spáni og Evrópuþingmaður, 
 var handtekinn á Ítalíu í kvöld.    
 Puigdemont hefur verið í útlegð í   
 Belgíu frá árinu 2017, þegar hann flúði
 land eftir atkvæðagreiðslu um     
 sjálfstæði héraðsins í óþökk spænska  
 ríkisins. Puigdemont var handtekinn við
 komuna til Sardiníu, þar sem hann var á
 ferð sem Evrópuþingmaður, að sögn   
 lögmannsins Gonzalo Boye. Puigdemont 
 verður leiddur fyrir áfrýjunardómstól í
 Sassari á Sardiníu í dag, þar sem   
 úrskurðað verður hvort hann verði   
 framseldur eða honum verði sleppt,   
 hefur AFP fréttastofan eftir Josep   
 Lluis Alay, starfsmannastjóra     
 Puigdemont. Evrópsk handtökuskipun var 
 gefin út vegna Puigdemont í október  
 árið 2019. Hann naut friðhelgi sem   
Velja síðu: