Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
     INNLENDAR FRÉTTIR 102           
                                   23/4 
 Lík páfa flutt í Péturskirkjuna        
 Lík Frans páfa var flutt               
 í Péturskirkjuna í Vatíkaninu í morgun.
 Kista páfa stendur opin í kirkjunni í  
 þrjá daga og þar gefst almenningi      
 kostur á að votta honum virðingu       
 sína.Tugir þúsunda syrgjenda hafa lagt 
 leið sína í Páfagarð og löng röð       
 pílgríma, sem vilja votta páfanum      
 virðingu sína, er á Péturstorginu við  
 kirkjuna. Búist er við að minnst tvö   
 hundruð og fimmtíu þúsund verði        
 við útförina á                         
 laugardagsmorgun. Fjölmargir           
 þjóðarleiðtogar hafa boðað komu sína   
 þangað, þar á meðal Halla Tómasdóttir  
 forseti Íslands, Bandaríkjaforseti og  
 forseti Úkraínu.                       
                                        
                                        
                                        
Velja síðu: