Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
   INNLENDAR FRÉTTIR 102      
                  22/4 
 Pútín varar við sterkum viðbrögðum   
 Vladimír Pútín forseti Rússlands varaði
 við sterkum viðbrögðum ef farið yrði  
 yfir ákveðin mörk í samskiptum við þjóð
 sína. Fangelsun stjórnarandstæðingsins 
 Alexei Navalny hefur verið mótmælt víða
 um Rússland í dag. Það hefur gengið á 
 ýmsu í samskiptum Rússlands og     
 Vesturlanda undanfarnar vikur. Mesta  
 spennan hefur verið um aukna      
 herflutninga Rússa að landamærunum að 
 Úkraínu. Forseti Rússlands gerði    
 samskiptin að umtalsefni í árlegu   
 ávarpi til þjóðarinnar í morgun og   
 sagði Rússa vilja eiga góð samskipti  
 við alþjóðasamfélagið. Rússar myndu  
 bregðast hratt við ef þeir teldu öryggi
 sínu ógnað.              
                    
                    
                    
Velja síðu: