INNLENDAR FRÉTTIR 102
Minnst 22 börn drepin í einni árás
Tugir voru drepnir í árásum Ísraelshers
í nótt og í morgun, þar af minnst
tuttugu og tvö börn. Árásirnar eru þær
mannskæðustu í margar vikur, en
ísraelsk stjórnvöld boðuðu aukinn þunga
í árásum sínum.Loftárásir Ísraelshers í
nótt beindust meðal annars að tveimur
sjúkrahúsum, þar sem herinn segir að
Hamas-liðar haldi til. Mannfall í
árásum á Jabaliya er enn óljóst, en
staðfest er að hátt í fimmtíu hafi
fundist látin í rústum - þar af eru 22
börn."Sú staðreynd að 22 börn voru
drepin á einni nóttu er ekki slys,
segir Gunvor Knag Fylkesnes,
talskona Barnaheilla. Fylkesnes segir
að nú þurfi alþjóðasamfélagið að
bregðast við af hörku.Þyngri árásir
ættu ekki að koma neinum á
óvart. Ísraelsk stjórnvöld boðuðu