INNLENDAR FRÉTTIR 102
Heyrðu ekki í reykskynjurum
Fjölmiðlar í Hong Kong hafa eftir íbúum
háhýsa sem brunnu í gær að þeir hafi
ekki heyrt í reykskynjurum eða öðrum
viðvörunum þegar eldurinn kviknaði.
Þeir sem urðu eldsins varir hafi
hlaupið úr einni íbúð í aðra til að
vara nágranna sína við.Karlmaður
sem komst lífs af segir í samtali
við Al Jazeera að eldurinn hafi
breiðst út á ógnarhraða. Hann hafi
hringt dyrabjöllum og barið á dyr
nágranna sinna til að segja þeim að
forða sér. Þá hefur fjölmiðillinn
eftir öðrum íbúa að hann hafi
fengið símtal frá syni sínum sem
er slökkviliðsmaður og þannig
fyrst heyrt af eldinum.Yfirvöld
hafa staðfest að 65 hið minnsta
hafi farist. Eldsvoðinn var sá mesti
í Hong Kong í yfir 60 ár. Nær 300 manns