Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
   INNLENDAR FRÉTTIR 102      
                  25/9 
 Volkswagen greiðir skaðabætur     
 Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen  
 undirritaði sögulegt samkomulag við  
 saksóknara í Brasilíu um skaðabætur  
 vegna aðgerða fyrirtækisins á tímum  
 herstjórnarinnar. AFP fréttastofan   
 hefur þetta eftir tilkynningu frá   
 fyrirtækinu. 35 ár eru síðan      
 herstjórnin leið undir lok, en síðan þá
 hefur fátt verið gert til þess að veita
 fórnarlömbum morða og pyntinga     
 herstjórnarinnar réttlæti. Stjórnin  
 sjálf var við lýði í rúma tvo áratugi, 
 frá 1964 til 1985. Árið 1979 voru   
 samþykkt lög um friðhelgi þeirra sem  
 þátt tóku í aðgerðum stjórnvalda. Því 
 hefur enginn verið ákærður fyrir þau  
 grófu mannréttindabrot sem stjórnin  
 framdi. Meðal þess sem herstjórnin   
 gerði var að nema fólk grunað um    
 vinstri sinnaðar stjórnmálaskoðanir á 
Velja síðu: