INNLENDAR FRÉTTIR 102
Bandaríkin senda sitt stærsta flugm
Sjóher Bandaríkjanna hefur sent stærsta
flugmóðurskip sitt í átt að Venesúela
og spenna í samskiptum ríkjanna
stigmagnast. Talið er að um 15.000
bandarískir hermenn séu á herskipum úti
fyrir Venesúela eða á leiðinni þangað.
Á flugmóðurskipinu eru yfir 70
flugvélar, þar á meðal orrustu-
og eftirlitsvélar.Bandaríkjaher
hefur varpað sprengjum á 20 fiskibáta
frá Venesúela síðan í september
og drepið 76, hið minnsta. Yfirvöld
í Bandaríkjunum hafa lýst því yfir, án
þess að leggja fram sannanir, að þetta
hafa verið gert af því að um borð hafi
verið fíkniefni sem ætlunin var að
smygla til Bandaríkjanna.Stjórnvöld
í Venesúela telja tilganginn ekki
að berjast við fíkniefnasmygl heldur að
koma Maduro forseta frá völdum. Mun