Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
   INNLENDAR FRÉTTIR 102      
                  24/9 
 Tekur tíma að gróa um heilt      
 Antony Blinken, utanríkisráðherra   
 Bandaríkjanna, sagði að loknum fundi  
 með franska starfsbróður sínum     
 Jean-Yves Le Drian að það eigi eftir að
 taka sinn tíma að gróa um heilt á milli
 ríkjanna. Hann ítrekaði það sem fram  
 kom í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu á  
 miðvikudagskvöld að það hefði verið  
 betra að ræða við Frakka áður en    
 Ástralir slitu samningum við      
 þá. Frakkar eru verulega ósáttir við  
 Ástralíu, Bandaríkin og Bretland. Ríkin
 þrjú undirrituðu samning um víðtækt  
 varnarsamstarf, þar á meðal um að   
 Ástralir kaupi kjarnorkuknúna kafbáta 
 af Bandaríkjunum. Ástralir riftu því  
 samningum við Frakka um kaup á     
 kafbátum.               
                    
                    
Velja síðu: