INNLENDAR FRÉTTIR 102
Maduro lýsir sig saklausan af öllum
Nicolás Maduro og Cilia Flores lýstu
sig saklausa af öllum ákæruliðum eftir
að þau voru leidd fyrir dómara í New
York í dag. Þau voru handsömuð í
Caracas um helgina.Þegar dómari í
málinu bað Maduro að gera grein fyrir
sér stóð sá síðarnefndi upp úr sæti
sínu og sagði á spænsku að hann
væri Nicolás Maduro, forseti
Venesúela. Honum hefði verið rænt á
höfuðborg Venesúela. Mál Maduros var
hratt og dómarinn, hinn 92 ára gamli
Alvin Hellerstein, greip fram í
fyrir honum og sagði að lengri
svör þyrftu að bíða betri tíma.
Hann vildi aðeins að Maduro gerði
grein fyrir sér.Maduro lýsti
sig saklausan af öllum ákæruliðum.