Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
   INNLENDAR FRÉTTIR 102      
                  25/9 
 22 látnir í flugslysi í Úkraínu    
 Minnst tuttugu og tveir eru látnir og 
 tveir alvarlega slasaðir eftir að   
 flugvél úkraínska flughersins brotlenti
 nærri Kharkiv í austurhluta landsins í 
 kvöld. 28 voru um borð í        
 flutningavélinni þegar hún hrapaði, þar
 af 21 herskólanemi og sjö í áhöfn,   
 hefur AFP fréttastofan eftir Anton   
 Gerashchenko,             
 aðstoðarinnanríkisráðherra Úkraínu.  
 Tveggja sem voru um borð er saknað að 
 hans sögn. Hann segir enga leið að átta
 sig á því eins og er hvað olli slysinu.
 Vlodymyr Zelensky, forseti Úkraínu,  
 tilkynnti í kvöld að hann ætli að fara 
 á slysstað á morgun. Nefnd verður   
 skipuð til þess að rannsaka ástæður  
 slyssins. Flugvélin var af gerðinni  
 Antonov-26. Hún hrapaði um tveimur   
 kílómetrum frá herstöðinni í Chuhuiv, 
Velja síðu: