Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
     INNLENDAR FRÉTTIR 102           
                                   26/7 
 Fimmtán ára stúlka í gæsluvarðhald     
 Fimmtán ára stúlka hefur               
 verið úrskurðuð í gæsluvarðhald í      
 Svíþjóð grunuð um að hafa myrt fjórtán 
 ára stúlku í bænum Landskrona          
 á þriðjudag.Sjaldgæft er að börn undir 
 18 ára séu hneppt í gæsluvarðhald, en  
 að sögn saksóknara var talin hætta á   
 að stúlkan spillti sönnunargögnum      
 eða hefði með öðrum hætti áhrif        
 á rannsókn málsins.Tvær stúlkur        
 eru grunaðar um morðið. Það er         
 annars vegar sú sem er í gæsluvarðhaldi
 og hins vegar önnur stúlka.            
 Sú síðarnefnda er yngri en fimmtán     
 ára og er í umsjá                      
 félagsmálayfirvalda. Þá er þriðja      
 manneskjan grunuð um að hafa reynt að  
 hylma yfir brot þeirra.Lík stúlkunnar  
 fannst illa útleikið aðfaranótt        
 þriðjudags við gamla lestarstöð í      
Velja síðu: