Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
   INNLENDAR FRÉTTIR 102      
                  1/12 
 Refsiaðgerðir gegn Hvít-Rússum     
 Sautján hvítrússneskir embættismenn og 
 ellefu fyrirtæki og stofnanir bættust í
 dag á lista Evrópusambandsins yfir fólk
 og fyrirtæki sem beitt eru       
 refsiaðgerðum fyrir að hafa stuðlað að 
 ástandinu á landamærum Hvíta-Rússlands 
 og Póllands. Þar bíða þúsundir     
 hælisleitenda og förufólks þess að   
 komast yfir ytri landamæri sambandsins.
 Aðgerðirnar höfðu áður verið samþykktar
 í aðildarlöndunum. Nú vantar einungis 
 að þær verði endanlega afgreiddar í  
 leiðtogaráði ESB. Á listann hafa 166  
 nöfn bæst frá forsetakosningum í    
 Hvíta-Rússlandi í í fyrrasumar. Þar eru
 meðal annars Alexander Lukashenko   
 forseti og tveir synir hans.      
                    
                    
                    
Velja síðu: