Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
   INNLENDAR FRÉTTIR 102      
                  26/9 
 Önnur ákæra fyrir Kósóvódómstól í H  
 Yfirmaður hóps uppgjafahermanna í   
 Kósóvóstríðinu var handtekinn í gær og 
 sendur fyrir dóm í Haag. Hann er    
 grunaður um að hafa reynt að hafa áhrif
 á vitni. Fyrrum hermenn í Kósóvó    
 greindu öryggislögreglu        
 Evrópusambandsins frá því að þeir hafi 
 fengið ómerkta böggla sem innihéldu  
 trúnaðarupplýsingar frá rannsakendum í 
 Haag. Upplýsingarnar voru um vitni sem 
 lúta sérstakri vernd og komandi ákærur,
 hefur AFP fréttastofan eftir þeim.   
 Hysni Gucati, yfirmaður hóps      
 uppgjafahermanna, var handtekinn af  
 öryggislögreglunni. Handtökuskipun var 
 gefin út vegna gruns um brot gegn   
 réttarvörslu með því að hafa áhrif á  
 vitni og brjóta gegn leynd á      
 málflutningi.             
                    
Velja síðu: