INNLENDAR FRÉTTIR 102
Friðarverðlaunahafinn Machado komin
Venesúelski friðarverðlaunahafinn Maria
Corina Machado er komin til Noregs.
Fyrsta verk hennar var að hitta
fjölskyldu sína. Machado komst ekki til
Osló í tæka tíð til að taka sjálf við
verðlaununum í gær. Ana Corina Sosa,
dóttir Machado, tók við þeim fyrir
hennar hönd og flutti ræðu sem
móðir hennar hafði skrifað. Tvö ár
eru síðan þær mæðgur hittust
seinast. J rgen Watne Frydnes,
Nóbelsnefndarinnar, tilkynnti gestum og
fréttafólki að Machado væri komin í
móttöku Grand hótelsins í Osló laust
eftir miðnættið. Frydnes sagði
Machado halda strax til fundar
við fjölskyldu sína og því
gætu viðstaddir ekki hitt hana að
svo stöddu en að fljótlega yrði send