INNLENDAR FRÉTTIR 102
Fordæmalaus heimsókn Trumps til Bre
Bandaríkjaforseti heimsækir nú Bretland
ásamt eiginkonu sinni, Melaniu
Trump. Heimsóknin er söguleg fyrir
þær sakir að hún er önnur
opinber heimsókn forsetahjónanna
til Bretlandseyja. Trump er þar
með fyrsti forseti Bandaríkjanna til
að fara í tvær ríkisheimsóknir
til Bretlands.Breskir embættismenn
og bandarískir diplómatar tóku á
móti hjónunum á Stanstead-flugvelli
í kvöld. Formleg dagskrá hefst á morgun
og mun Karl Bretakonungur bjóða
bandarísku forsetahjónunum til veislu í
Windsor-kastala og sækja viðburði með
þeim næstu tvo daga.Konungurinn sendi
gegnum forsætisráðherrann Keir Starmer