Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
   INNLENDAR FRÉTTIR 102      
                  22/4 
 4 látnir í sprengjuárás í Pakistan   
 Minnst fjórir eru látnir og ellefu   
 særðir eftir að sprengja sprakk á   
 lúxus-hóteli í pakistönsku borginni  
 Quetta í gærkvöld. Fréttastofa BBC   
 segir líklegast að árásinni hafi verið 
 beint gegn sendiherra Kína í Pakistan. 
 Talið er að hann sé í Quetta, höfuðborg
 héraðsins Balokistan. Hann var þó ekki 
 við hótelið þegar árásin var gerð að  
 sögn BBC. Talíbanar í Pakistan segjast 
 hafa gert árásina, en gáfu þó ekkert út
 um hvert skotmarkið var. Hótelið er það
 þekktasta í borginni að sögn BBC.   
 Þangað leita ráðherrar pakistönsku   
 stjórnarinnar og embættismenn annarra 
 ríkja þegar þeir eru í borginni. Quetta
 er nærri landamærum Pakistans að    
 Afganistan. Talíbanar hafa gert    
 ítrekaðar árásir nærri landamærunum  
 undanfarna mánuði.           
Velja síðu: