Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
   INNLENDAR FRÉTTIR 102      
                  24/9 
 Segir upp í mótmælaskyni        
 Daniel Foote, sérstakur erindreki   
 Bandaríkjanna í Haítí sagði í gær af  
 sér í mótmælaskyni við stefnu     
 Bandaríkjastjórnar. Foote sagði í   
 uppsagnarbréfi sínu að ákvörðun    
 stjórnvalda að snúa flóttamönnum frá  
 Haítí við á landamærunum að Mexíkó væri
 ómannúðleg. Fólkið hafi flúið     
 jarðskjálfta og pólitískan óstöðugleika
 í heimalandinu. Bandaríkin hófu um   
 síðustu helgi brottflutninga      
 flóttafólks frá Haítí úr landamærabæ í 
 Texas. Um 13 þúsund flóttamenn hafa  
 komið sér þar fyrir og leitað skjóls  
 undir brú. Þar hafa þeir dvalið í   
 bráðabirgða-tjaldbúðum, í bæ þar sem  
 hitinn fer allt upp í 37 gráður að sögn
 fréttastofu BBC. Bæjaryfirvöld hafa átt
 í vandræðum með að útvega þeim mat og 
 tryggja hreinlæti.           
Velja síðu: