Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
   INNLENDAR FRÉTTIR 102      
                  19/5 
 Einn fórst í árás á rússneskt þorp   
 Minnst einn almennur borgari fórst og 
 nokkrir særðust í stórskotaliðsárás á 
 þorp í Kursk-héraði suðvestanvert í  
 Rússlandi í morgun. Úkraínumenn hafa  
 hvorki neitað né viðurkennt að standa 
 að baki árásinni á þorpið sem er skammt
 frá landamærum ríkjanna.Roman Starovoyt
 héraðsstjóri greindi frá árásinni í  
 færslu á samfélagsmiðlinum Telegram.  
 Hann gefur sterklega í skyn að     
 Úkraínumenn hafi gert árásina.     
 "Óvinurinn gerði aðra árás á þorpið  
 Tyotkino í dögun, segir í færslu   
 héraðsstjórans. Hann segir upplýsingar 
 benda til að sá sem fórst hafi verið  
 flutningabílstjóri á leið með vörur í 
 brugghús í þorpinu. Starovoyt segir  
 nokkra vera særða og að slökkvilið   
 vinni hörðum höndum við að slökkva   
 elda.                 
Velja síðu: