Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
   INNLENDAR FRÉTTIR 102      
                  26/9 
 Kardináli segir óvænt af sér      
 Einn áhrifamesti kardináli Vatíkansins,
 Ítalinn Angelo Becciu, sagði stöðu   
 sinni óvænt lausri í gær. Engin skýring
 var gefin á uppsögninni í tilkynningu 
 páfadóms. Þar segir aðeins að páfinn  
 sjálfur hafi samþykkt uppsögnina.   
 Becciu var einn nánasti ráðgjafi Frans 
 páfa. Eftir langan feril í Vatíkaninu 
 var hann gerður að kardinála sumarið  
 2018. Hann hefur meðal annars haft   
 yfirumsjón með deildum páfadóms sem sjá
 um páfablessun og hverjir hljóta    
 dýrlingsnafnbót. Uppsögnin óvænta gæti 
 reyndar verið refsing gegn hinum 72 ára
 gamla Becciu. Deutsche Welle hefur   
 eftir Becciu sjálfum að Frans páfi hafi
 tjáð honum að hann bæri ekki lengur  
 traust til hans. Páfanum hafi verið  
 tjáð af saksóknara að Becciu hafi   
 dregið að sér fé.           
Velja síðu: