Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
   INNLENDAR FRÉTTIR 102      
                  16/10
 Sanna Marin hugsanlega veirusmituð   
 Sanna Marin, forsætisráðherra     
 Finnlands, er á heimleið af      
 leiðtogafundi Evrópusambandsríkja, þar 
 sem hún er hugsanlega veirusmituð. Hún 
 tók þátt í fundi á miðvikudag, þar sem 
 þingmaðurinn Tom Packalén var meðal  
 fundargesta. Hann greindi frá því í  
 morgun að hann væri smitaður af    
 kórónuveirunni. Að auki var Marin í  
 námunda við þingmanninn þegar atkvæði 
 voru greidd í finnska þinginu í vikunni
 um traustsyfirlýsingu við einn ráðherra
 finnsku stjórnarinnar. Stefan Löfven, 
 forsætisráðherra Svíþjóðar, verður   
 fulltrúi Finnlands það sem eftir lifir 
 leiðtogafundarins.           
                    
                    
                    
                    
Velja síðu: