Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
   INNLENDAR FRÉTTIR 102      
                  24/9 
 Smá skref reynast stór fyrir N-Amer  
 Steingerð fótspor sem talin eru frá um 
 23 þúsund árum eru elstu merki sem til 
 eru um ferðir manna í Norður-Ameríku. 
 Fótsporin fundust í eyðimörkinni í   
 Nýju-Mexíkó í Bandaríkjunum, og benda 
 til þess að menn hafi gengið um álfuna 
 löngu fyrir lok síðustu        
 ísaldar.Fótsporin voru mörkuð í drullu 
 við bakka löngu uppþornaðs stöðuvatns, 
 þar sem nú er eyðimörk. Botnfall fyllti
 upp í sporin og steingerðist,     
 fornleifafræðingum til mikillar gleði 
 þúsundum árum síðar. Sporin urðu til  
 þess að endurskrifa verður söguna um  
 fyrstu ferðir manna í Norður-Ameríku. 
 Áður var talið að þeir hefðu komið til 
 Norður-Ameríku yfir landbrú frá    
 Síberíu, þar sem Berings-sundið er nú. 
                    
                    
Velja síðu: