Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
   INNLENDAR FRÉTTIR 102      
                  22/4 
 Metfjöldi tilfella í Indlandi í gær  
 Yfir þrjú hundruð þúsund        
 kórónuveirusmit greindust í Indlandi  
 síðasta sólarhring. Aldrei hafa fleiri 
 smit greinst í einu og sama landinu á 
 einum sólarhring frá því faraldurinn  
 hófst. Alls voru smitin nærri 315   
 þúsund og hafa nú nærri 16 milljónir  
 greinst með COVID-19 í landinu. Yfir  
 tvö þúsund dauðsföll voru skráð vegna 
 sjúkdómsins síðasta sólarhring, og hafa
 nú nærri 185 þúsund dáið af völdum   
 hans, hefur AFP fréttastofan eftir   
 heilbrigðisyfirvöldum í Indlandi.   
 Sjúkrahús í Nýju Delhi hafa sent    
 stjórnvöldum neyðarkall vegna skorts á 
 súrefnisbirgðum. Um 500 tonnum af   
 súrefni var komið til sjúkrahúsa í   
 borginni í gær, en þörf er á 700 tonnum
 á dag að sögn yfirvalda.        
                    
Velja síðu: