INNLENDAR FRÉTTIR 102
Færeyingar næstum 60 þúsund árið 20
Færeyingum fjölgar stöðugt en enn er
nokkuð langt í að eyjarskeggjar ná því
að verða sextíu þúsund. Hagstofa
landsins áætlar að Færeyingar verði
58.374 árið 2060.Karlmenn eru fleiri en
konur nú um stundir og telur hagstofan
ólíklegt að það breytist í
fyrirsjáanlegri framtíð. Því er spáð að
árið 2060 verði karlkyns íbúar eyjanna
1.624 fleiri en kvenkyns. Hagstofan
beitir líkindaspá við útreikninga sína
sem byggja á tölum um fjölda
innflytjenda, fæðingar- og dánartíðni
allt aftur til ársins 1985. Miðgildið
sem fæst út úr þeim tölum er svo notað
til að reikna út mannfjölda til
framtíðar. Hagstofan greindi frá því 1.
mars að Færeyingar væru 53.792 talsins
og hafði fjölgað um 730 manns á einu
ári eða sem nemur 1,4 af hundraði.