Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
   INNLENDAR FRÉTTIR 102      
                  26/9 
 Metfjöldi í Bretlandi og Frakklandi  
 Metfjöldi tilfella kórónuveirunnar sem 
 veldur COVID-19 greindist bæði í    
 Bretlandi og Frakklandi síðasta    
 sólarhring. Yfir 16 þúsund sýni    
 reyndust jákvæð í Frakklandi hefur CNN 
 eftir þarlendum heilbrigðisyfirvöldum, 
 og rúmlega 6.600 ný tilfelli voru   
 greind í Bretlandi. Alls hefur yfir  
 hálf milljón tilfella nú greinst í   
 Frakklandi samkvæmt tölfræðivefnum   
 Worldometers. Þar hafa hátt í 32 þúsund
 látið lífið af völdum COVID-19. Hvergi 
 í Evrópu hafa fleiri dáið af völdum  
 sjúkdómsins en í Bretlandi, þar sem  
 nærri 42 þúsund eru látnir. Þar eru  
 tilfelli ríflega 420 þúsund.      
                    
                    
                    
                    
Velja síðu: