INNLENDAR FRÉTTIR 102
Marjorie Taylor Greene segir af sér
fulltrúadeildarþingkonan Marjorie
Taylor Greene ætlar að segja af sér í
janúar. Hún tilkynnti þetta í færslu
á samfélagsmiðlinum X í kvöld.Greene er
einn hægrisinnaðasti og íhaldssamasti
þingmaðurinn á Bandaríkjaþingi og var
ötull stuðningsmaður Donalds Trumps
þar til kastaðist í kekki með
þeim. Greene var ein þeirra sem
kröfðust birtingar á öllum
dómsmálaráðuneytisins um mál
barnaníðingsins Jeffreys Epsteins, sem
stjórn Trumps var lengi treg til að
gera. Þetta leiddi til árekstra milli
Greene og sumra stuðningsmanna Trumps
sem hún segir að hafi sent sér
ógnandi skilaboð.Trump undirritaði
frumvarp um birtingu Epstein-skjalanna